Ert þú með verki í hnjánum?

Það er mjög algengt að fá verki í hnén við mikla hreyfingu og einnig við mikla kyrrsetu.

En hvernig stendur á því?

Þegar að við erum að fá verki í hnén er það nánast alltaf vegna vandamála í mjöðmum. Flest allir vöðvar frá mjöðmum festa niður í hnjánum og þegar að við erum að stífna upp vegna álags eða vegna kyrrsetu geta bólgur myndast í festingum við hnén. Einnig er mjög algengt að það braki í hnjánum en það er vegna þess að hnéskélin er að togast til hliðar þar sem ójafnvægi í styrk lærvöðva myndast vegna slæmrar beytingar, minnkun taugaboða frá spjaldhrygg og stífleika í mjöðmum

Það er mjög mikilvægt að leiðrétta orsökina á þessu vandamáli til að fyrirbyggja skemmdir í brjóskinu og losa bólgur, verki og óþægindi í hnjánum.

Ef þú upplifir verki í hnjám sem hefur takmarkandi áhrif á lífsgæði þín eða einhver sem þér þykir mjög vænt um og þú vilt vita meira um hvernig kírópraktík getur hjálpað þér, þá er hægt að bóka frían viðtalstíma hjá okkur hér:

Guðmundur B. Pálmason

Kírópraktor