UM OKKUR

Máni Þór valsson

Kírópraktor á kandídatsári

Máni er okkar nýjasti kírópraktor, hann kemur til okkar brakandi ferskur beint úr skóla með nýjustu þekkingu og tækni í kírópraktík.
Við erum mjög stolt af því að hafa fengið Mána til liðs við okkur og hlökkum til að sjá hann blómstra sem kírópraktor.

UMSAGNIR

Ég mætti til Mána vegna verkja í hné. Ég hef verið í meðhöndlun hjá honum núna í 3-4 vikur og er verkur að mestu horfinn. Hef ekki fengið höfuðverk í 1-2 vikur sem ég var að fá daglega. Mæli allan daginn með þessari frábæru stöð.
Þegar ég mætti inn á Líf Kíró þá gat ég lítið æft og svaf mjög illa þar sem ég var með brjósklos. Svo kynntist ég honum Mána hjá ykkur sem fór alveg ótrúlega vel yfir það hvaða æfingar, hvernig ég ætti að beita mér í vinnu og hvernig ég ætti að sofa til þess að mér myndi líða betur í bakinu!
Ég hafði enga trú á því að þetta myndi hjálpa eftir leiðinlega reynslu annarstaðar, en Máni er búinn að hjálpa mér ótrúlega mikið og ég hef ekki verið jafn verkjalítill síðustu 10 ár.

SENDU OKKUR SKILABOÐ

    LÍF KÍRÓPRAKTÍK

    Okkar markmið er að hjálpa þér að bæta þína heilsu og vellíðan svo þú öðlist betri lífsgæði.