
Öll höfum við lent í því að vakna upp um miðja nótt og ná ekki að sofna aftur. Sumir lenda í þessu oftar en aðrir, en þetta getur orsakast af ýmsum ástæðum. Truflun á svefni getur þýtt að líkaminn sé að láta vita að eitthvað sé ekki í lagi, en oft er viðkomandi að upplifa kvíða, stress, áreiti eða jafnvel innbyrgt koffín í óhófi yfir daginn. Þegar við sofum gerir líkaminn við það sem þarf, bólgur minnka, frumur endurnýjast og því eykur svefnleysi líkur á að við þróum með okkur kvilla.
Nokkur ráð til að bæta þinn svefn
- Rútína á svefni
Gott er að venja sig á að fara að sofa á svipuðum tíma og vakna á svipuðum tíma til að líkamsklukkan verði meðvituð um hvenær líkaminn á að undirbúa svefn. Fullorðinn einstaklingur ætti að sofa í 7-9 tíma á hverri nóttu.
- Hafðu herbergið dimmt og smá kalt
Með því að vera í dimmu herbergi aukum við framleiðslu melatóníns og auðveldar það okkur að sofna.
- Ekki fara í símann, spjald tölvu eða aðra tölvu rétt fyrir svefn.
Birta frá snjalltækjum sendir röng skilaboð til heilans og hamlar þar með framleiðslu melatóníns. - Ekki drekka koffín seint á daginn
Gott að er halda koffín neyslu fyrr á daginn, en koffín getur haldið vöku fyrir okkur og þannig haft mikil áhrif á svefninn okkar. - Reyndu að fara uppí rúm og vera búin/n að öllu
Gott skipulag getur verið róandi fyrir hugann áður en maður sofnar.
Alexandra Ósk Ólafsdóttir
Kírópraktor á kandídatsári
MjóbakverkirMjóbaksverkir á meðgöngu koma oft vegna breytingar á þyngdarpunkti þegar barnið stækkar. Einnig hefur stífleiki í vöðvum og breyting á göngulagi áhrif …
D-vítamín er mjög mikilvægt fyrir beinvöxt og almenna heilsu okkar, þá sérstaklega okkur Íslendinga sem sjáum lítið af dagsljósi yfir vetramánuðina, þá …
This is a very important question, and one I get asked often. The truth is, there isn’t a magic number of treatments …