Hver einasta manneksja hefur að öllum líkindum upplifað bakverki á einhverjum tímapunkti. Bakverkir koma og fara stundum eins og óboðinn gestur og láta gjarnan á sér kræla á dögum þegar við þurfum að vera á fullu. Bakverkur getur verið mikil skerðing á hreyfigetu líkamans og valdið andlegu hugarangri en það er einmitt hér sem við getum komið við sögu og bætt úr þeim verkjum og hjálpað þér að vinna að því að fyrirbyggja slíka verki.
Bakverkir í auknu mæli
Bakverkur er vandamál sem hægt er að upplifa í öllum aldri. Hann getur valdið takmörkun á hreyfingu, þreytu, ógleði og erfiðleikum í daglegu lífi og leik. Á heimsvísu eru verkir í baki algengasta ástæða fyrir hreyfihömlun sem kemur í veg fyrir að fólk geti sinnt starfi sínu eins og öðrum daglegum verkefnum. Margir þjást af því alla daga og aðrir stundum, en hvernig getur kírópraktíkinn hjálpað? Hér koma nokkur atriði sem kírópraktorarnir okkar aðstoða þig með.
Hvernig kírópraktorinn þinn getur hjálpað þér
1. Greining og meðhöndlun
Fyrst og fremst fer kírópraktorinn yfir vandamálið með þér og greinir hvaðan það kemur og frá hverju það stafar. Þetta hjálpar við að endurheimta réttu hreyfingu í hryggnum og baki, bætt blóðflæði og minnkar bólgur á álagssvæðinu.
2. Hreyfingar – hvað skal gera og hvað ekki
Með því að fara yfir hvaða hreyfingar skal forðast og hvaða hreyfingar eru í lagi getur kírópraktorinn þinn hjálpað við að létta spennu og festu í liðum og fyrirbyggt að þetta taki sig upp aftur. Oftast nær eiga bakverkir uppruna sinn í langvarandi slæmri líkamsbeitingu við vinnu, hreyfingu eða byrjar eftir slys. Þess vegna getur það minnkað álagið á baki og liðum til muna að hitta kírópraktor sem getur leiðbeint þér einnig.
3. Endurheimt og rétt meðhöndlun framvegis
Eftir meðferð kírópraktorsins er markmiðið að bæta endurheimt og auka lífsgæðin. Rétt meðhöndlun og leiðbeiningar með hreyfingu geta haft jákvæð áhrif á bakverk og hjálpað við að fyrirbyggja bakverki seinna meir.
4. Að fyrirbyggja til lengri tíma
Kírópraktorinn gefur þér ráðleggingar um hvernig best er að halda vandamálinu í skefjum með ýmsum tækjum og tólum. Þetta gæti falið í sér að vera meðvitaður um hvaða hreyfingar eru æskilegar fyrir þig og hverjar ekki, styrkja vöðvahópa, viðhalda hreyfanleika og stunda létta líkamsrækt.
Hámarks lífsgæði fyrir þig og þína
Bakverkur getur haft neikvæð áhrif á lífsgæði okkar. Með kírópraktík hefur maður hins vegar aðgang að aðferðum sem hægt er að nota til að létta á verkjum, bæta hreyfingu og fyrirbyggja frekari verki og þannig aukið þín lífsgæði. Þetta gerir okkur kleift að njóta lífsins til fulls, vera hreyfanleg án þess að þurfa að berjast við bakverk sem takmarka lífsgæði okkar og fólksins í kringum okkur. Það er leitt þegar einhver fjölskyldumeðlimur getur ekki verið með eða gert eitthvað með fjölskyldunni vegna verkja. Í þannig tilvikum hefur það ekki eingöngu áhrif á þann sem er með bakverkinn heldur alla aðra líka.
Ef þú upplifir bakverk sem hefur takmarkandi áhrif á lífsgæði þín eða einhver sem þér þykir mjög vænt um og þú vilt vita meira um hvernig kírópraktík getur hjálpað þér, þá er hægt að bóka frían viðtalstíma hjá okkur hér:
Vignir Þór Bollason
Kírópraktor