Taugakerfið er sett saman úr tveimur hlutum, annars vegar miðtaugakerfinu en þar undir falla mænan og heilinn. Úttaugakerfið eins og sést á myndinni eru þær taugar sem koma út frá mænunni á milli hryggjarliðanna og til hinna ýmsu líffæra í líkamanum. Þeirra tilgangur er að flytja boð til og frá heilanum um hreyfingu, sársauka, snertingu og/eða aðra skynjun.
Þegar þrýstingur myndast á taug eða þrengt er að henni verður truflun sem oft er kallað klemmd taug. Algeng einkenni eru ekki bara sársauki heldur dofi, náladofi eða seyðingur. Í sumum tilfellum eru einkennin í þó nokkurri fjarlægð frá þeim stað þar sem taugin er klemmd. Einkenni taugaklemmu fer eftir hvar hún er staðsett, sem dæmi getur klemmd taug í hálsi valdið óþægindum niður handleggi eins og klemmd taug í mjóbaki valdið óþægindum í fótleggjum.
Það er ýmislegt sem getur orsakað taugaklemmu eins og bólgur, brjósklos, hryggskekkja eða önnur stoðkerfisvandamál sem veldur því að rými taugar minnkar sem hefur þær afleiðingar að starfsemi tauga er hindruð. Við hjá Líf Kírópraktík erum sérhæfð í að greina hvaðan vandamálið kemur og getum losað um klemmda taug og hjálpað þannig við að draga úr einkennum. Með nálgun kírópraktors komum við í veg fyrir spennu í hryggnum og drögum úr bólgum og öðrum óþægindum sem geta hafað myndast. Hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar um hvernig kírópraktík getur hjálpað þér við taugaklemmu.
Þú getur bókað frían viðtalstíma hér:
Máni Þór Valsson
Kírópraktor