STREITA

Streita er andlegt ástand sem myndast þegar mikið álag og áreiti er í kringum manneskju. Streita getur verið góð fyrir okkur í réttu magni, en þegar streita verður of mikil, getur hún haft neikvæð áhrif á okkur og valdið okkur mikilli vanlíðan. Streita er oft flokkuð niður í þrjár gerðir en þær eru:

  • Utanaðkomandi streita – Streita sem myndast frá utanaðkomandi umhverfi.
  • Innri streita – Tilfinningar sem einkennast af kvíða, reiði, og pirringi.
  • Álagsstreita – Streita sem myndast vegna uppsafnaðrar þreytu eða mikils álags í vinnu.

Nokkur einkenni streitu gefa okkur vísbendingar um hvort við séum undir miklu álagi en einkennin eru meðal annars stoðkerfisverkir (t.d. hausverkur og stífir vöðvar), veikt ónæmiskerfi, ofþyngd og skapsveiflur.

Þegar við finnum sem mest fyrir streitunni og erum meðvituð um hana er best að:

  • Hugsa vel um svefninn, reyna að sofa í 7-9 tíma.
  • Hreyfa sig hvort sem það er göngutúr, ræktin, eða jóga.
  • Borða hollan og góðan mat, það er auðvelt að grípa í óhollan skyndibita en best er að gefa sér frekar tíma og undirbúa góðan og hollan mat.
  • Hugleiða – gott er að fara út í náttúruna til að minnka allt áreiti.

Kírópraktor – með því að hafa hryggsúluna í réttu standi geta tauga- og ónæmiskerfið starfað rétt svo okkur líði betur.

Vignir Þór Bollason
Kírópraktor