Stífleiki í hálsi eða hnakka? Kírópraktík gæti verið fyrir þig!

Stífleiki í hálsi og hnakka geta leitt til verks, takmörkunar á hreyfingu og höfuðverkja. Hálsinn er svæði líkamans sem geymir mikilvægar taugar, vefi og liðamót sem geta oft á tíðum valdið þessum vandamálum hjá fólki. Hér ætlum við að fara yfir hvernig kírópraktík getur mögulega verið lausnins sem þú ert að leita af í að ná tökum á þessum verkjum og hámarkað lífsgæðin þín.

Stífleiki í hálsi

Stífleiki í hálsi og hnakka getur valdið spennu, skertri hreyfigetu, takmörkun á hreyfingu hálsins og höfuðverkjum. Daglegt álag, vinna við tölvu, ósæmileg líkamsbeiting og annað álag getur verið rót vandans. Ef það hljómar eins og eitthvað sem hrjáir þig á erum við líklegur staður fyrir þig.

Hvernig kírópraktorinn þinn getur hjálpað þér 

1. Greining og meðhöndlun

Fyrst og fremst fer kírópraktorinn yfir vandamálið með þér og greinir hvaðan það kemur og frá hverju það stafar. Þetta hjálpar við að endurheimta réttu hreyfingu í hálsinum og hnakkanum, getur bætt blóðflæði og minnkað bólgur á álagssvæðinu.

2. Skoða hreyfigetu hálsliða

Hálsliðir geta tapað náttúrlegri hreyfigetu sinni og þar með valdið takmörkun í hreyfingu sem ýtir undir allskonar verki. Kírópraktorinn notast við hnykkingu til að endurheimta hreyfingu hálsliðann og draga þanning úr verkjum. 

3. Meðhöndlun hálsliða

Með því að meðhöndla hálsinn getur kírópraktorinn þinn losað um stífleika og  minnkað álagið á tauga- og stoðkerfinu. Þetta getur bætt hreyfigetu og dregið úr verkjum. 

Hvað gerir kírópraktorinn?

Kírópraktorar okkar er sérfræðingar með mikla þjálfun og þekkingu til að endurheimta hreyfigetu og rétt af stöðu í hálsliða með hnykkingum. Með sérstakri stoðkerfa greiningu, ákveðnum hreyfingum og hreyfigetu mati getur kírópraktorinn þinn minnkað álagið á hálsinn og þannig bætt þín lífsgæði. Ef þú upplifir takmarkaða hreyfigetu, ógleði eða verki í hálsi og hnakka, þá eru kírópraktorar sérfræðingar sem geta hjálpað þér að njóta lífsins við betri lífsgæði. Hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar um hvernig kírópraktík getur hjálpað þér við stífleika í hálsinum. 

 

Þú getur bókað frían viðtalstíma hér: 

Vignir Þór Bollason
Kírópraktor