MIKILVÆGI D-VÍTAMÍNS

D-vítamín er mjög mikilvægt fyrir beinvöxt og almenna heilsu okkar, þá sérstaklega okkur Íslendinga sem sjáum lítið af dagsljósi yfir vetramánuðina, þá er mikilvægt að við tökum D-vítamín aukalega.

D-vítamín myndast að mestu leyti í húðinni fyrir tilstilli útfjólublárra geisla og svo fáum við einnig D-vítamín úr fæðu, t.d. lýsi og feitum fisk, þó í takmörkuðu magni. Hlutverk D-vítamíns er að stýra kalk búskap líkamans sem er mjög nauðsynlegt fyrir beinauppbyggingu í líkamanum. Ef líkaminn fær ekki nógu mikið D-vítamín getur myndast beinkröm hjá börnum, en það er þegar bein í fótleggjum bogna. Hjá eldra fólki getur myndast beinmeyra og þá eru beinin kalklítil. Einnig er of lítið magn D-vítamíns talið tengjast aukinni tíðni öndunarfæra sjúkdóma sem bendir til þessa að D-vítamín sé mikilvægt fyrir ónæmiskerfið.

Við eigum bara einn líkama og við verðum að gera okkar besta til að viðhalda honum sem allra best.

Alexandra Ósk Ólafsdóttir
Kírópraktor á kandídatsári

MjóbakverkirMjóbaksverkir  á meðgöngu koma oft vegna breytingar á þyngdarpunkti þegar barnið stækkar. Einnig hefur stífleiki í vöðvum og breyting á göngulagi áhrif …

D-vítamín er mjög mikilvægt fyrir beinvöxt og almenna heilsu okkar, þá sérstaklega okkur Íslendinga sem sjáum lítið af dagsljósi yfir vetramánuðina, þá …

This is a very important question, and one I get asked often. The truth is, there isn’t a magic number of treatments …