Hvenær má koma aftur til kíró eftir fæðingu?

Oft fáum við þessa spurningu „hvenær má ég svo koma aftur eftir að barnið mitt fæðist?“

Það er erfitt að setja ákveðin tímaramma fyrir allar konur að fylgja, því allar erum við mismunandi og mislengi að jafna okkur eftir fæðingu. Viðmiðið er því, þegar þú treystir þér í stuttan göngutúr með barnið þitt, þá er þér vel fært að mæta til aftur til þíns kírópraktors. Ef viðkomandi var í meðhöndlun hjá kírópraktor á meðgöngunni, þá er algengt að koma um 3-4 vikum eftir fæðingu, sumar koma mun fyrr, en aðrar seinna. 

Í líkamanum er relaxin hormón sem fer dvínandi eftir fæðingu barns, það er þó til staðar að einhverju leiti allt að 5 mánuði eftir fæðingu. Þetta hormón heldur líkamanum mjúkum og því mikilvægt að mæta aftur til kírópraktors innan þess tíma. Vöðvar, liðbönd og liðamót þurfa tíma til að aðlagast breyttu mynstri en mikilvægt er að fá réttar ráðleggingar fyrstu vikurnar, svo líkaminn nái sem bestum bata.

Ef þú eða einhver sem þér þykir mjög vænt um, vilt vita meira um hvernig kírópraktík getur hjálpað, þá er hægt að bóka frían viðtalstíma hjá okkur hér:

Alexandra Ósk Ólafsdóttir

Kírópraktor