Hvað er vöðvabólga?

Vöðvabólga er alíslenkt orð yfir stífleika í herðum og hálsi, en orðið er misvísandi því ekki er um hefðbundna bólgu eða bólguviðbrögð að ræða. Heldur má segja að vöðvar þar í kring verða stífir og þrútna, og missa þar með teygjanleika og styrk. Oft myndast mikil vöðvaverkir og álagspunktar (e. trigger points) í aðliggjandi bandvef oft tilkomin vegna of mikillar spennu.

Afhverju myndast vöðvabólga?

Helstu einkenni vöðvabólgu eru staðbundnir verkir í vöðvum sem geta leitt út í axlir eða höfuð og jafnvel skapað höfuðverk. Vandamálið myndast oftast út af margendurtekinna rangra hreyfinga eða slæmra vinnustellinga. Aðrar orsakir geta verið streita og andlegt álag eykur oft vöðvaspennu. Áverkar eða slys geta verið mjög lúmsk að því leyti að einkenni koma fram löngu seinna. Svo geta önnur stoðkerfisvandamál eins og hryggskekkja eða gigt verið áhrifavaldar.  

Krónísk vöðvabólga þýðir að vöðvar eru búnir að vera spenntir lengi og við þær aðstæður þrengist að æðum vöðvans þannig ekki kemst nægjanleg næring og súrefni til hans. Það verður til þess að úrgangsefni sem koma frá vöðvanum komast ekki öll í burtu og safnast upp. Þetta myndar vítahring sem verður aðeins verri með tímanum nema eitthvað sé gert.

Hvað er hægt að gera?

Bólgueyðandi lyf er ekki rétta svarið. Að finna réttar æfingar og meðhöndlun skiptir miklu máli til að vinna á vandamálinu. Oftast er rót vandans í hryggnum sem myndar röskun á hreyfingu herðablaðs þannig að axlarliður leitar fram. Einhverjir vöðvar eru of veikir á meðan aðrir taka að sér allt álagið og verða jafnvel stífir og stuttir. Við sérhæfum okkur í að endurrétta líkamsstöðu og bætum hreyfigetu. Þannig tryggjum við aukið blóðflæði til vöðvanna þar í kring og rjúfum þennan vítahring.

Fyrst og fremst þurfum við að vera meðvituð um líkamsstöðu yfir daginn og passa að séum ekki að gera illt verra með tímanum. Best er að laga vandamálin strax og láta fagaðila leysa vandann með réttum hætti. Ef þú eða eitthver sem þér þykir vænt um gæti þurft á hjálp okkar að halda er núna hægt að panta fríann viðtalstíma hjá okkur inná Noona með að smella á hnappinn hér fyrir neðan.

Máni Þór Valsson

Kírópraktor