Hreyfiþroski barna

Það er ýmislegt sem foreldrar geta gert til að örva hreyfiþroska barna sinna, en á sama tíma er heilinn og líkaminn að læra að vinna saman. Hönd á móti fæti hreyfingar (eins og er sýnt hérna) eru gerðar á fyrstu mánuðum barns til að tengja saman hægra og vinstra heilahvel. Þessar æfingar eru sérstaklega hannaðar til að þroska heila og taugakerfi líkamans hraðar og tryggja heilbrigða þróun í gegnum samskipti barns og foreldris. Einnig eru þessar hreyfingar góðar til að kenna samhæfingu sem kemur sér vel þegar barn byrjar að skríða. 

Eins og þið sjáið þá er þetta bæði hreyfing og „face-to-face“ samskipti sem er skemmtilegt fyrir báða aðila og eykur tengslamyndun og taugaþroska.

Ef þú heldur að við getum hjálpað þér eða þínu barni þá er hægt að bóka frían viðtalstíma á Noona appinu eða með að smella á hnappinn hér fyrir neðann.

Alexandra Ósk Ólafsdóttir

Kírópraktor