HÖFUÐVERKIR

Höfuðverkir

Eitt algengasta vandamál sem fólk leitar sér hjálpar við hjá kírópraktor er höfuðverkur. Að fá reglulega höfuðverkur er ekki venjulegt ástand, heldur er líkaminn að reyna segja okkur að eitthvað sé að. Við á Líf Kírópraktík erum sérhæfð í að bæði finna orsökin og meðhöndla slík vandamál. Það eru til yfir 100 tegundir af höfuðverkjum og eru þeir misjafnir eins og þeir eru margir.

Mígreni

Spennu

Klasa

Verkjalyf er vinsæl aðferð til að slá á einkennin, en bæði er það oft aðeins skammtímalausn og geta þau skapað önnur vandamál á sama tíma. Þess vegna er aftur mikilvægt að finna út hvaðan höfuðverkurinn er að koma. Það geta verið margar undirliggjandi ástæður fyrir að fólk fá oft höfuðverk eins og vatnsskortur, koffínneysla, áfengi og streita. Ein aðal ástæðan fyrir að nálgun kírópraktors getur oft hjálpað er að flestir höfuðverkir koma frá vandamáli í hálsi.
Af sökum meiri síma of tölvunotkunar, lélegri svefnstöðu, eða slys getum við tapað réttri stöðu hálsliðanna.

Allt að ofangreindu getur haft slæm áhrif á liðamót í hálsi og skapað ójafnvægi í vöðvum í hnakka og herðum. Þegar tveir eða fleiri hryggjaliðir hafa annaðhvort misst stöðu sína eða eru með skerta hreyfigetu getur það haft afleiðingar. Slíkar skekkjur mynda þrýsting sem getur haft áhrif á flæði taugaboða og súrefnis, mjög algengt fyrir þá sem eru að berjast við mígreni.

Með réttri meðhöndlun komum við hreyfingu á fasta liði, lögum mögulegar skekkjur með bættri líkamsstöðu og losum um vöðvabólgu sem getur hafa myndast. Þannig tryggjum við að öll taugaboð og blóðflæði starfi með eðlilegum hætti. Hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar um hvernig kírópraktík getur hjálpað þér við að losna við höfuðverki. Þú getur bókað frían viðtalstíma hér:

Máni Þór Valsson
Kírópraktor