Frelsi frá Höfuðverkjum og Mígreni með Kírópraktík

Höfuðverkur og mígreni eru vandamál sem geta haft stór áhrif á heilsu og vellíðan fólks. Þessir verkir geta komið óvænt og haft neikvæð áhrif á daglega starfsemi. En hér eru góðu fréttirnar.  Kírópraktík hefur sýnt fram á að hafa jákvæð áhrif á tíðni höfuðverkja og mígreni og í þessum pistli ætlum við að ræða hvernig það getur hjálpað. 

Verkur í Hálsi

Oft tengjast höfuðverkur og mígreni álagi, spennu og óstöðugum hreyfingu á hálsi. Liðbönd, vefir og taugar í þessum svæðum geta haft áhrif á tíðni og magn höfuðverkja. En það er hér sem kírópraktík kemur inn í myndina. 

Hvernig Kírópraktík getur hjálpað

1. Greining og meðhöndlun

Kírópraktorinn byrjar á greiningu til að finna uppruna og orsök. Með réttum stoðkerfis prófum og þekkingu getur kírópraktorinn byrjað að vinna í spennu og óstöðugum eða föstum hryggjarliðum. Þetta getur minnkað álag á liðum, vefjum og taugum og dragið úr mögulegum stífleika.

2. Skert hreyfigeta

Hálsliðir geta verið stíflaðir sem getur valdið höfuðverkjum og mígreni. Kírópraktorar notast við greiningu á hreyfanleika liðanna til að geta bætt stöðu þeirra og minnkað bólgu í svæðinu. Þetta getur haft jákvæð áhrif á verki, spennu og hreyfigetu. 

3. Jákvæð áhrif og lægri tíðni

Þetta getur haft jákvæð áhrif á taugakerfið og blóðflæðið sem getur minnkað mögulega tíðni og dregið úr styrk höfuðverkja og mígrena.

Reglulegt viðhald lykillinn að betri lífsgæðum

Með reglulegum heimsóknum getur kírópraktorinn þinn hjálpað við að viðhalda hreyfanleika í hálsi og þannig dregið úr spennu sem minnkar líkur á endurteknum höfuðverkjum. 

Ef þú upplifir höfuðverk eða mígreni sem hafa áhrif á daglega starfsemi þína, þá eru kírópraktorar okkar sérfræðingar sem geta aðstoðað og hjálpað þér að öðlast betri lífsgæði.

Ef þú upplifir höfuðverki sem hefur takmarkandi áhrif á lífsgæði þín eða einhver sem þér þykir mjög vænt um og þú vilt vita meira um hvernig kírópraktík getur hjálpað þér, þá er hægt að bóka frían viðtalstíma hjá okkur hér:

 

Vignir Þór Bollason

Kírópraktor