Hvaða áhrif hefur það á líkamann að fasta?

Föstur, þar sem fólk velur að sleppa því að borða í ákveðinn tíma, hefur verið hluti að menningu í langan tíma en upp á síðkastið hefur þessi lífstíll verið mikið í umræðunni. Við ætlum að fara yfir þá ýmsu kosti þess að fasta sem og hvað skal varast.

Það eru til margar leiðir til að fasta en auðveldast er að byrja á styttri föstum ein og svokölluðum 16:8 (frá kvöldmat til hádegis daginn eftir) áður en farið er í meira krefjandi föstur sem standa yfir í 24 til 72 tíma. Best er að innbyrða aðeins vatn og steinefni á meðan föstunni stendur því öll sætuefni vinna á móti líkamanum í þessu ferli.

Dregur úr bólgum

Bólgur eru varnarviðbrögð líkamans við álagi og eru eðlileg viðbrögð. Við of mikla ertingu á eykur líkaminn vökvasöfnun á því svæði til að vernda allt þar í kring. Bæði í þeim tilgangi að flytja nauðsynleg efni fyrir endurbata sem og að losa eða brjóta niður önnur efni sem hafa safnast upp. Þessi viðbrögð líkamans eru mikilvæg en geta orðið krónísk og unnið á móti okkur og skaðað vefi, liði og taugar til dæmis. 

Heilbrigt líferni eins og hreyfing, hollt mataræði eða ísböð hjálpar líkamanum að vinna úr öllum þeim bólgum sem safnast upp við áreynslu. Við að fasta aukum við hraða efnaskipta í líkamanum og drögum úr frumumyndun sem stuðla að bólgum. 

Fitubrennsla

Þetta er lífstíll sem hentar þeim vel sem vilja létta sig. Sú staðreynd að við styttum gluggann þar sem við erum að borða gerir okkur kleift að borða minna yfir daginn. Áhættan liggur oftast í að fólk borðar of mikið eftir föstuna, þar að segja borða stórann hádegismat og finnur þá fyrir heilaþoku og orkuleysi. Góð regla er að brjóta föstuna með eitthverju minna eins og einum ávöxt eða eggi. Borða svo hæfilega stóra máltíð en ekki fylla magann of mikið. Oft dettur fólk í óhollustu seint á kvöldin, þess vegna hjálpar það mörgum að hætta borða eftir kvöldmat og efla þannig aga og viljastyrk.

Við þessar föstur þvingum við líkamann í að breyta um orkugjafa og vinna þá frekar á geymslubirgðir af fitu í stað kolvetna, þetta þekkir fólk sem hefur prófað ketó mataræði. Það sem gerist þegar glýkógen birgðir klárast og blóðsykur dettur niður byrjar líkaminn að nota ketóna sem orkugjafa. Við þennan stöðugleika finnur fólk oft fyrir betra jafnvægi andlega og líkamlega yfir daginn.

Frumutiltekt

Líkaminn er stöðugt að búa til frumur með ýmsum tilgangi sem hefur þær afleiðingar að þær sem eru ekki nothæfar lengur safnast upp eða deyja. Ónæmiskerfið okkar brýtur niður þessi úrgangsefni yfir ákveðinn tíma, en þetta neyslumynstur að borða á 2-3 tíma fresti gerir okkur erfitt að vinna úr öllu því sem kemur inn.

Þess vegna er það algjör heilsubót að fasta inn á milli. Að gefa meltingarkerfinu hvíld til að losa það sem safnast hefur upp. Ein aðal ástæðan fyrir að óhollt mataræði getur flýtt fyrir öldrunarsjúkdómum er að líkaminn fær aldrei pásu til að núllstilla sig. Með því að bæta föstum inn í okkar lífsstíl getum við örvað þessa hreinsunar starfsemi og gefið líkamanum hvíld á sama tíma.

Máni Þór Valsson

Kírópraktor