BRJÓSTVÖÐVA TEYGJUR

Hér eru 3 mjög góðar teygjur sem ég geri reglulega eftir erfiðar æfingar, þegar ég vakna eða á kvöldin áður en ég fer að sofa. Með þessum teygjum finnst mér að ég nái að rétta betur úr mér og þannig laga líkamsstöðuna mína. Gott er að halda hverri teygju í 40-60 sekúndur og er gott að endurtaka hverja teygju tvisvar sinnum.

  • Settu lófann og olnbogann upp að veggnum og snúðu svo líkamanum frá veggnum til að fá dýpri teygju án þess að lófinn og olnboginn missi snertingu við vegginn.
  • Settu lófann upp að veggnum, snúðu svo líkamanum frá veggnum til að fá dýpri teygju án þess að lófinn missi snertingu við vegginn.
  • Settu nuddbolta á brjóstvöðvann, hallaðu þér svo upp að veggnum og rúllaðu boltanum vel yfir allan brjóstvöðvann. Ef þú finnur stífan punkt, prófaðu þá að stoppa á honum í smá stund þar til verkurinn minnkar.

Vignir Þór Bollason
Kírópraktor