Brjósklos

Ein algengasta ástæða að fólk fer til kírópraktors er brjósklos

Brjósklos er algengast í tveimur neðstu hryggjaliðunum í mjóbakinu einfaldlega þar sem þeir eru að halda uppi stærstum hluta líkamans. Næst algengasti staður fyrir brjósklos að myndast er í hálsinum þó að fólk getur fengið brjósklos í brjóstbakið, en það er sjaldséð.

Það eru tvær ástæður af hverju þetta vandamál myndast, annað hvort er búið að vera álag á bakinu/hálsinum í einhvern tíma, eða við lendum í eitthverju slysi.

Mjaðmagrindin er grunnurinn af stoðkerfinu okkar og oftast byrjar vandamálið þar og leiðir upp í hrygginn. Ef það er kominn snúningur í grindina fylgir mjóbakið með í sveigju sem býr til aukið álag öðrumegin á brjóskið milli hryggjaliðanna.

Þessi brjósk, oft kallaðir diskar, hafa það hlutverk að vera demparar hryggsins sem þola bara ákveðið mikið álag. Ef við förum ekki vel með bakið á okkur getur það haft afleiðingar. Þessir diskar eru skipt upp í tvo hluta,  trefjabrjósk sem að umlykur kjarna sem situr í miðjunni. Ef þessar trefjabrjóskið verða fyrir of miklu álagi, byrja þær að gefa sig og kjarninn lekur út.

 

Kjarninn getur sett pressu á taugar í kringum brjóskið og valdið miklum sársauka. Ekki bara þar sem brjósklosið á sér stað heldur geta taugaverkir leitt upp bakið eða niður lappirnar. Þetta getur verið seiðingur, dofi, stingandi verkir, eða önnur óþægindi.

Ef að ekkert er gert geta einkennin aukist til muna þó að yfir tíma hreinsar líkaminn þetta upp með tíð og tíma. Sumir fá brjósklos nokkrum sinnum yfir ævina einfaldlega út af rót vandans er að álagið er of mikið á einni hlið hryggsins.

Tvennt sem við gerum til þess að hjálpa fólki með brjósklos

Það sem við gerum fyrst er að finna hvort að mjaðmagrindin sé að valda auknu álagi upp í mjóbakið. Það er eitthvað sem við getum lagað og passað uppá að allt hreyfist vel svo að vandamálið verði ekki verra en það er.

Annarsvegar ef að ákveðinn hryggjaliður liggur þannig á brjóskinu að það veldur auknum þrýsting, get ég losað um það og hjálpað þannig kjarnanum að komast aftur á sinn upprunalega stað og minnkað pressuna á tauginni.


Ef þú eða einhver sem þér þykir mjög vænt um, vilt vita meira um hvernig kírópraktík getur hjálpað, þá er hægt að bóka frían viðtalstíma hjá okkur hér

Máni Þór Valsson

Kírópraktor