Börn og kírópraktík

Í síðustu viku…

  • Komu foreldrar til mín með strák sem hafði í haust verið farinn að sofa allar nætur eftir aðeins örfáa kíró tíma. Eftir því sem það leið á veturinn var svefninn farinn úr skorðum og orðinn eins og áður. Eftir einn tíma í vikunni er hann farinn að sofa heilu næturnar aftur.

  • Kom lítil stelpa til mín sem er sein að byrja að ganga. Seinna sama dag fékk ég skilaboð um að hún hefði tekið sín fyrstu skref. Síðan þá eru skrefunum bara að fjölga og allt að koma.

  • Var tæplega mánaðar gamalt barn sem átti erfitt með að taka brjóst. Eftir tvo tíma þá vikuna var brjóstagjöf farin að ganga vel og barnið getur núna legið á brjósti rólegt.

  • Kom 6 ára stelpa sem hafði farið til allra mögulegra sérfræðinga út af ójafnvægi, erfiðleika með hlaup, hopp og að klára æfingar í fótbolta og fimleikum. Eftir örfáa tíma er meiri munur á hlaupum og hoppum en nokkurn tímann áður og hún gat klárað heilu æfingarnar.  

  • Var nokkra mánaða drengur sem fæddist í langri og erfiðri fæðingu og leið augljóslega ekki vel. Hann hafði verið greindur með kveisu og sagt að þetta myndi eldast af honum. Eftir þriðja tímann okkar var kveisan farin að sögn foreldra og þau sögðust vera að upplifa að eiga nýtt og hamingjusamt barn.

  • Kom nýfætt barn því það hélt höfði alveg frá fæðingu eftir langa og erfiða fæðingu og var að reygja sig frá brjósti og gekk illa að drekka. Eftir aðeins örfáa tíma var brjóstagjöf orðin mun betri og nánast án vandræða, barnið rólegra á brjósti og leið almennt betur.  

Vikulega hjálpa ég börnum með allskonar vandamál eins og þessi. Þegar maður hefur verið í þessu lengi þá býst maður við þessum árangri en það á ekki að vera sjálfsagt. Ástæðan fyrir því að ég er að deila þessu er af því að margir foreldrar vita ekki né hafa heyrt af því hvað kírópraktík getur aðstoðað börnunum þeirra við að skína og vera eins yndisleg og þau geta verið. Svo er þessi meðhöndlun svo miklu mýkri og minna mál en fólk heldur til að byrja með. 

Ef einhver er að lesa þetta og hefur einhverjar spurningar um þetta eða þarft aðstoð þá endilega senda mér skilaboð eða hreinlega bókaðu frían viðtalstíma hjá okkur. 

Vignir Þór Bollason

Kírópraktor