Áhrif streitu á líkamann

Kortisól, betur þekkt sem ,,stress-hormónið“, sinnir mörgum mikilvægum þáttum í líkamanum við ákveðnar aðstæður. Taugakerfið okkar skiptist í tvo hluta, sympatíska og parasympatíska. Sympatíska taugakerfið er ríkjandi undir andlegu eða líkamlegu álagi. Það framkallar svokallað ,,fight or flight response“. Parasympatíska taugakerfið er orkusparandi og tengist hvíld, meltingu og ró.

 

Sympatíska taugakerfið eða „fight or flight“ viðbrögðin sjá til þess að við séum tilbúin í átök eða verkefni sem krefjast orku. Þá býr líkaminn til aukið kortisól og adrenalín sem eykur hjartslátt, andardrátt, vöðvaspennu og bætir sjón tímabundið. Á sama tíma hægir líkaminn á annarri starfsemi eins og meltingar- og æxlunarkerfinu. 

 

Eftir að líkaminn áttar sig á að hættan er liðin hjá og allt er starfandi eðlilega, förum við aftur í það parasympatíska til að spara orku, melta og hvílast. Það sem er svo algent nú til dags er að fólk er of stressað og nær aldrei að slaka á. Sú staðreynd að líkaminn sé alltaf að tilbúinn í átök og nær aldrei slökun getur haft afleiðingar eins og:

  • Meltingarvandamál
  • Hægðartregða 
  • Æxlunarkerfisvandamál
  • Þvagblöðruvandamál
  • Krónísk vöðvabólga
  • Höfuðverkir

Við hjá Líf Kírópraktík hittum mikið af fólki með þessi vandamál. Skekkja neðst í spjaldhryggnum hefur áhrif á taugar sem liggja til þvagblöðru, meltingar- og æxlunarlíffæra. Sama á við efstu hryggjaliðina, þar sem mikið af taugaboðum og blóðflæði til og frá heilanum fer fram, og eitthvað misræmi þar getur haft afleiðingar eins og höfuðverki. Með því að meðhöndla þessi svæði örvum við þær taugar sem styðja við ró, meltingu og svefn. 

Kortisól er ekki bara neikvætt heldur nauðsynlegt hormón fyrir okkur. Það er óumflýjanlegt að líkaminn búi til ákveðið magn af kortisól í misstórum bylgjum yfir daginn. Við getum hins vegar sjálf komið okkur í jafnvægi með heilbrigðu líferni. Rannsóknir sýna að langvarandi streita hefur neikvæð áhrif á heilsuna og tengist  alls kyns sjúkdómum. Hollt mataræði, regluleg hreyfing og góður svefn hjálpa okkur að vera í betra jafnvægi og ná stjórn á allri þeirri streitu sem kemur yfir daginn. 

Við erum með sérþekkingu í að meðhöndla stoðkerfið og hjálpa fólki með alls kyns vandamál. Ef þú eða einhver sem þér þykir vænt um gæti þurft á okkar hjálp að halda, bendum við á að nú er hægt að panta frían viðtalstíma hér eða á Noona appinu.

Máni Þór Valsson 

Kírópraktor