D-vítamín – lykilatriði í heilsu Íslendinga

Á Íslandi býr fólk við sérstakar aðstæður sem gerir D-vítamín sérstaklega mikilvægt. Í dimmum vetrarmánuðum fáum við lítið sem ekkert af því frá sólarljósinu en það er aðaluppspretta D-vítamíns fyrir mannslíkamann.

Af hverju skiptir D-vítamín svona miklu máli?

  • Það stuðlar að sterkum beinum, þar sem það hjálpar líkamanum að nýta kalk úr fæðunni.
  • Það styður við vöðvastarfsemi og getur minnkað líkur á verkjum og slappleika.
  • Það hefur áhrif á ónæmiskerfið, sem gerir okkur betur í stakk búin til að verjast sýkingum.
  • Rannsóknir benda jafnvel til þess að D-vítamín hafi jákvæð áhrif á skap og líðan.

Fyrir Íslendinga er D-vítamín ekki lúxus heldur nauðsyn. Það er grunnur að sterkum beinum, góðu ónæmiskerfi og betri líðan, allt atriði sem styðja við heilbrigðan líkama og ekki síst styrkir stoðkerfið.

Hvað er hægt að gera?

  • Nýta D-vítamínríkan mat eins og lýsi, feitann fisk og egg.
  • Taka inn D-vítamín­bætiefni, sérstaklega á veturna.
  • Njóta dagsbirtu þegar hún er til staðar, stutt gönguferð í sólinni getur hjálpað yfir sumartímann.

Máni Þór Valsson

Kírópraktor