Webster Tækni: Nauðsynleg fyrir meðgöngu

Meðganga er einstakt ferðalag barns og móður sem fylgir líkamlegum og tilfinningalegum breytingum. Þegar líkaminn aðlagast til búa til líf og hýsa vaxandi barn þá leita verðandi mæður oft í örugga og áhrifaríka leiða til að styðja við meðgönguna og lífsgæðin sín. Ein slík aðferð er Webster tæknin sem er sérhæfð nálgun sem er gerð til að auka þægindi og ýta undir eins ánægjulega og góða meðgöngu og fæðingu og hægt er. En hvers vegna er svo mikilvægt fyrir barnshafandi konur að leita til kírópraktors?

Hvað er Webster Kírópraktíska Tæknin?

Webster tæknin er sérstökt kírópraktískt greiningar- og meðhöndlunar tækni sem miðar að því að jafna álagið í mjaðmagrindinni og minnka álag á legið og liðböndin í kring. Þessi tækni einbeitir sér að rétta úr stöðu og hreyfanleika spjaldhryggsins sem er beinið sem svo myndar rófubeinið og er það bein sem þarf að hreyfast og “opnast” til að fæðing geti átt sér stað.

  • Spjaldhryggs meðhöndlun: Tæknin felur í sér mildar hnykkingar á spjaldhryggnum til að leiðrétta ójafnvægi og ýta undir hreyfanleika. Rétt staða spjaldhryggsins hjálpar til við að viðhalda jafnvægi í mjaðmagrindinni.

  • Jafnvægi í liðböndum: Tæknin tekur einnig á spennu í umlykjandi böndum, sem styðja við legið. Minni spenna í þessum liðböndum getur skapað meira rými fyrir barnið til að hreyfa sig í rétta stöðu fyrir fæðingu.

  • Betrið líðan móður: Þessi tækni ýtir undir það að móður líður betur á meðgöngu og getur hreyft sig betur og viðhaldið þannig mikilvægri hreyfigetu fyrir fæðingu. Ef móður líður vel og er bæði líkamlega og andlega undirbúin þá ýtir það undir að fæðing gangi vel.

Hvers vegna er Webster Tæknin Mikilvæg á Meðgöngu?

1. Staðsetning barnsins

Ein helsta ástæða fyrir því að Webster tæknin er svo mikilvæg á meðgöngu er möguleikinn á að hámarka staðsetningu barnsins fyrir fæðingu. Sitjandi eða baklægar stöður barnsins geta flækt og lengt fæðinga ferlið og þar með aukið líkur á inngripum eins og sogklukku og keisaraskurði.

Með því að viðhalda mjaðmagrindinni, hreyfanleika í spjaldhrygg og minnka spennu í grindinni hjálpar Webster tæknin til við að skapa umhverfi sem hvetur barnið til að hreyfa sig í höfuðstöðu sem er kjörstaða fyrir fæðingu. Þetta getur þannig leitt til einfaldari og árangursríkara fæðingarferlis bæði fyrir móður og barn. 

2. Dregur úr Óþægindum á Meðgöngu

Meðgönga fylgja oft ýmsir verkir og óþægindi, sérstaklega grindarverkir í neðri hluta baks og mjaðmagrind. Þessi óþægindi geta haft veruleg áhrif á lífsgæði konunnar á meðgöngu.

Webster tæknin getur hjálpað til við að létta á algengum grindar verkjum og grindargliðnun sem tengjast meðgöngu með því að taka á rótum vandans í mjaðmagrind og neðri hluta baks. Með því að endurheimta rétta stöðu og minnka spennu í liðböndum geta verðandi mæður upplifað minni verki og meiri hreyfanleika.

3. Stuðlar að Mjúkri Fæðingu

Rétt hreyfing og jafnvægi í mjaðmargrind tryggir að mjaðmagrindin geti hreyfst og opnast á áhrifaríkan hátt á meðan á fæðingu stendur, sem auðveldar för barnsins niður fæðingarveginn. Þetta getur ýtt undir styttri fæðingartíma og minni þörf fyrir læknisfræðileg inngrip og heilt yfir jákvæðari upplifun á fæðingu. 

4. Stuðlar að Heildar Heilsu Móður og Barns

Heilsan og vellíðan bæði móður og barns eru lykilatriði á meðgöngu.Regluleg meðhöndlun hjá sérþjálfuðum kírópraktorum okkar með Webster tækninni styður við heildar heilsu móður með því að viðhalda réttri stöðu hryggjar og mjaðmagrindar, auka starfsemi taugakerfisins og draga úr streitu. Þessir ávinningar ná einnig til barnsins og stuðla að heilbrigðara umhverfi fyrir barnið. 

  • Hjá okkur finnur þú kírópraktora með Webster sérhæfingu en þessi sérhæfing tryggir að kírópraktorinn hafi farið í gegnum sérhæfða þjálfun í þessari aðferð.

  • Bókaðu frían viðtalstíma hjá okkur og sérþjálfuðum kírópraktorum okkar til að athuga hvernig við getum aðstoðað þig og þína meðgöngu.

Umsagnir

„Fyrstu tvær meðgöngurnar mínar var eg óvinnufær siðustu vikurnar vegna grindargliðnunar. Ég var með stanslausa verki alla daga og svaf mjög lítið. Sjúkraþjálfun hjalpaði aðeins en ekki nógu mikið. Á þriðju meðgöngunni var eg byrjuð að finna til i grindinni mjög snemma og byrjaði í sjúkraþjálfun en bætti við Kíró tímum eftir “google” a netinu.
Mér leið vel fram á síðasta dag og held að Kíró tímarnir hafi haldið mér við út meðgönguna. Þessi fæðing gekk lika laaang best en eg held að það sé því að þakka að líkaminn var i eins góðu asigkomulagi og hægt var. 100% meðmæli frá m

 

„Áður en ég fór til lífkíró var ég að glíma við mikla verki í grindinni og neðra baki eftir meðgöngu. Átti erfitt með að standa upp úr sitjandi stöðu, hreyfa mig og sinna daglegum verkefnum vegna verkja. Eftir að hafa verið hjá Vigni er ég eins og ný manneskja. Farin að njóta þess að hreyfa mig aftur verkjalaust og takast á við dagleg verkefni sem ég forðaðist að sinna eða gat ekki vegna verkja. Þjónustan er upp á 10 allir mjög vingjarnlegir, hlusta og vilja allt fyrir mann gera. Gæti ekki mælt meira með Lífkíró, frábær í alla staði.“

 

„Á fyrri meðgöngu fann ég fyrir verk í mjöðminni sem varð til þess að ég gat sinnt vinnunni minni erfiðlega. Ég ákvað að kíkja til Vignis og fann strax góðan mun á líkamanum. Einnig var ég mjög fljót að jafna mig eftir meðgönguna. Núna á seinni meðgöngu fann ég aftur fyrir verk í mjöðminni og fannst ekki annað koma til greina en að hitta Vigni – sé alls ekki eftir því 🙂 Á Líf Kírópraktík er flott starfsfólk og hlýlegt andrúmsloft!“

 

„Ég byrjaði að fara til Vignis þegar ég var u.þ.b hálfnuð með meðgönguna mína. Ég þakka honum það að ég fékk enga grindargliðnun, litla bakverki og hversu vel fæðingin gekk, þar sem að mér leið svo vel í líkamanum.“

Vignir Þór Bollason

Kírópraktor