Efri hálsliða kírópraktík og svimi

Í efri hálshryggjaliðum eru fjórar megin byggingar til einblína á. Þær eru:

  1. Mænugat á hnakkabeini (occipital bone)

  2. Atlas hálsliður (fyrsta hálsbein, C1) 

  3. Axis hálsliður (Annað hálsbein, C2)

  4. Heilastofn taugakerfisins

Heilastofnin fer út um mænugatið (op á hnakkabeini). Atlas og Axis beinin vernda og umlykja heilastofninn. Heilastofninn tengir allar taugar frá heilanum við taugar líkamans. 

 Varðandi svima þá leggjum við auka áherslu á vestibular kjarnan.

 

Vestibular kjarnin er tauga miðstöð vestibular kerfisins. Það er staðsett í heilastofninum. Vestibular kjarninn hefur bein taugatengsl við innra eyrað, augnvöðva, litla heila og stöðuvöðva. Einnig hefur það auka tengingar við önnur svæði eins og hjartað og lungun.

Taugakerfið gerir almennt fjóra hluti:

  1. Það stjórnar öllum hreyfingum sem við gerum

  2. Skynjar allt sem við finnum

  3. Stjórnar öllum líffærum líkamans 

  4. Tengir okkur við umheiminn

 

Þegar taugarnar verða fyrir áreiti hefur það áhrif á næmni þeirra, skynjun og hegðun. Það eru þrjár gerðir af streitu sem við tökumst á við í lífinu. Álagið er líkamlegt, efnafræðilegt og tilfiningarlegt í eðli sínu. Þetta álag skapar taugaspennu og ójafnvægi í hryggnum. 

Eitt mikilvægasta starf heilastofnsins er að aðlaga þessa streitu og hjálpa til við að koma hryggnum í jafnvægi aftur. Ef álagið er of mikið til að heilastofninn geti aðlagast myndast ójafnvægi í þessum efri hálsliðum sem hefur áhrif á taugakerfið og veldur truflun. 

 

Þessi truflun eða misstilling getur valdið því að Atlas og Axis beinin læsast í rangri stöðu. Þessi læsing mun viðhalda ójafnvægi í hrygg og spennu í taugakerfinu.  Þessi spenna leiða til óeðlilegrar næmni, skynjunar og hegðunar heilastofnsins og tengitauga. Virkni taugakerfis er truflað. 

-Með tímanum getur þessi truflun leitt til einkenna. Nokkur einkenni sem koma með svima:

  • Skynjun ójafnvægis (svimi)

  • Ógleði

  • Uppköst

  • Sjóntruflanir, óeðlilegar augnhreyfingar (nystagmus)

  • Höfuðverkur og mígreni. 

  • Sviti 

  • Eyrnasuð eða heyrnaskerðing. 

 

Ef þú heldur að kírópraktík geti hjálpað þér við svima af einhverju tagi er núna hægt að panta frían viðtalstíma á Noona appinu eða með því að smella á hnappinn hér fyrir neðann.

Sonja Björk Ingólfsdóttir

Kírópraktor