ALGENGAR ÁSTÆÐUR FYRIR KOMU TIL KÍRÓPRAKTORS Á MEÐGÖNGU

Mjóbakverkir
Mjóbaksverkir  á meðgöngu koma oft vegna breytingar á þyngdarpunkti þegar barnið stækkar. Einnig hefur stífleiki í vöðvum og breyting á göngulagi áhrif á mjóbakið. Þessir verkir eru mjög einstaklingsbundnir og geta haft margvísleg áhrif.

Settaugabólga
Vöðvar sem liggja í kringum mjaðmir t.d. rassvöðvar verða oft stífir (mögulega vegna snúnings á mjaðmaspaða) og geta valdið ertingu á settauginni sem liggur niður aftanvert lærið.

Liðamót milli spjaldhryggs og mjaðmaspaða
Í gegnum meðgönguna eykur líkaminn framleiðslu á hormóninu relaxin sem að gerir það að verkum að öll liðbönd gefa eftir eða ´slakna´. Vegna þessa verða liðamót sem vanalega væru verulega stöðug aðeins lausari. Þetta er til þess að mjaðmagrindin verður rýmri eftir því sem barnið stækkar og svo sérstaklega þegar að fæðingin fer af stað, að grindin opnist nægilega vel.

Vegna aukinnar framleiðslu af relaxin verður meiri hreyfanleiki á þessum stöðugu liðamótum sem setur meiri þrýsting, pressu og tog á liðböndin og vöðvana sem sitja í kringum liðamótin. Þessir verkir geta verið í mjóbakinu, grindinni og/eða mjöðmunum.

Lífbeinsverkir
Relaxin hormónið hefur einnig áhrif á önnur liðamót líkamans þar á meðal litlu liðamótin sem liggja á framaná mjaðmagrindinni (lífbeinið). Þessir verkir geta gert það að verkum að það er erfitt að snúa sér í rúminu, stand upp úr stól, fara inn og út úr bílnum ofl.

Verkir vegna liðbanda (Round Ligament)
Round ligament er liðband sem að liggur frá lífbeininu upp í legið. Þegar að legið stækkar, myndast oft togverkir þegar að það teigist á þessu liðbandi. Þessir verkir liggja oft að framanverðu og leiða niður í nára, geta annaðhvort verið öðrumegin eða báðumegin.

Vera Sjöfn Ólafsdóttir
Kírópraktor á kandídatsári