UM OKKUR

VIGNIR ÞÓR BOLLASSON

KÍRÓPRAKTOR

Vignir býr að marga ára reynslu sem kírópraktor. Hann hefur bæði unnið sem kírópraktor erlendis og síðastliðin ár á Íslandi. Ásamt því að sjá alla aldurshópa og öll stoðkerfis vandamál að þá hefur hann einnig sótt sér aukna þekkingu í meðhöndlun á meðgöngu og börnum. Þess vegna er stofan okkar fjölskyldu væn stofa þar sem við hugsum um mikið af fjölskyldum. 

Vigni finnst ekkert skemmtilegra en þegar heilu fjölskyldurnar mæta og allir meðlimir fjölskyldunnar eiga tíma í meðhöndlun. Þannig nær hann að stuðla að því markmiði að bæta lífsgæði allra í fjölskyldunni þinni. 

UMSAGNIR

Við leituðum til Vignis vegna þess hve óvær drengurinn okkar var. Við hefðum aldrei trúað því hvað hann gat hjálpað litlum kropp mikið. Við sáum mun strax eftir fyrsta tímann, hann var allur léttari og skoðaði í kringum sig, síðan urðu breytingar alltaf meiri og meiri eftir hvern tíma. Honum líður mikið betur en við sjáum það með brosi og allskonar hreyfingum. Við erum alveg alsæl með þessa tíma og munum klárlega halda áfram að mæta í tíma ef þess þarf. Auk þess er andrúmsloftið á stofunni svo gott og starfsfólkið með góða nærveru sem ýtir enn meira undir ánægjuna. Topp meðmæli frá okkur.
Áður en ég fór á LífKíró var ég að glíma við mikla verki í grindinni og neðra baki eftir meðgöngu. Átti erfitt með að standa upp úr sitjandi stöðu, hreyfa mig og sinna daglegum verkefnum. Eftir að hafa verið hjá Vigni er ég eins og ný manneksja. Farin að njóta þess að hreyfa mig aftur verkjalaust og takast á við dagleg verkefni sem ég forðaðist að sinna eða gat ekki vegna verkja. Þjónustan er upp á 10, allir mjög vingjarnlegir, hlusta og allir vilja allt fyrir mann gera. Gæti ekki mælt meira með LífKíró, frábært stofa í alla staði.
Frábært starfsfólk sem starfar þarna. Vignir hjálpaði syni okkar mjög mikið. Hann var hættur að sofa og með því að hitta Vigni byrjaði hann að sofa og líða betur. Gæti ekki verið ánægðari með alla hjálpina sem við höfum fengið.

SENDU OKKUR SKILABOÐ

    LÍF KÍRÓPRAKTÍK

    Okkar markmið er að hjálpa þér að bæta þína heilsu og vellíðan svo þú öðlist betri lífsgæði.