UM OKKUR

Alexandra Ósk Ólafsdóttir

KÍRÓPRAKTOR

Alexandra er kírópraktor en hún lauk námi í Englandi vorið 2020. Að auki hefur hún öðlast þekkingu á meðhöndlun barna þar sem hún vann á brjóstagjafar klíník á lokaári sínu í Englandi. Þar er áhersla lögð á greiningu og meðhöndlun barna og mæðra þeirra. Alexandra er einnig fimleikaþjálfari til margra ára og hefur því bæði þekkingu og áhuga á íþróttinni.

UMSAGNIR

Alexandra hefur bjargað mér á þessari meðgöngunni, mæli með! Flýtir líka bataferlinu eftir fægðingu sem ég fann að skilaði sér hratt síðast.
Alexandra er fær í sínu starfi, mjög fagmannleg og svo er hún líka svo barngóð. Sonur minn sem er 5 mánaða, var seinn að rúlla sér yfir á magann og ég var farin að hafa smá áhyggjur af því. Um leið og við komum heim eftir fyrsta tímann rúllaði hann sér í fyrsta skipti.
Ég var alltaf hrædd við að fara til kírópraktors, hélt að það yrði vont og það væri ekkert að hrjá mig svo að ég þyrfti ekkert að fara. Ég gæti ekki verið sáttari með að hafa farið til hennar, fagmaður fram í fingurgóma og ég aldrei verið betri. Alexandra er svo þægileg og útskýrir allt svo vel, passer að manni líði vel og sé öruggur. Ótrúlegt að ég hafi ekki farið fyrr en nú verð ég fastagestur.

SENDU OKKUR SKILABOÐ

    LÍF KÍRÓPRAKTÍK

    Okkar markmið er að hjálpa þér að bæta þína heilsu og vellíðan svo þú öðlist betri lífsgæði.