UM OKKUR

Alexandra Ósk Ólafsdóttir

KÍRÓPRAKTOR

Alexandra er kírópraktor en hún lauk námi í Englandi vorið 2020. Að auki hefur hún öðlast þekkingu á meðhöndlun barna þar sem hún vann á brjóstagjafar klíník á lokaári sínu í Englandi. Þar er áhersla lögð á greiningu og meðhöndlun barna og mæðra þeirra. Alexandra er einnig fimleikaþjálfari til margra ára og hefur því bæði þekkingu og áhuga á íþróttinni.

UMSAGNIR

Ég byrjaði hjá Alexöndru fyrir um 8 mánuðum og hef verið öll betri síðan. Ég var á milli kírópraktora, sjúkraþjálfara og sjúkranuddara í tvö ár þar á undan en lítill sem enginn bati. Eftir að ég byrjaði hjá Alexöndru hef ég í fyrsta skipti í tvö og hálft ár, geta sofið heila nótt án verkja! Nú er ég komin 5 mánuði á leið með fyrsta barn og ótrúlegt að brjósklosið hafi ekki valdið meiri óþægindum enn sem komið er. Mæli eindregið með Alexöndru, hún er æðisleg!
Ég mætti til Alexöndru í slæmu ástandi stuttu eftir meðgöngu en ég var mjög veik í bakinu og með slæma grindargliðnun. Eftir fyrsta tímann leið mér strax betur í líkamanum og sérstaklega í bakinu! Hjá LÍF er yndislegt starfsfólk, notalegt andrúmsloft og það er alltaf tekið vel á móti manni. Ég myndi gefa 6 stjörnur ef ég gæti!
Alexandra er búin að bjarga mér alveg á minni meðgöngu. Kom til hennar vegna grindarverkja og eftir bara 1-2 tíma voru verkirnir svo til alveg horfnir. Stofan sjálf er yndisleg, mikil fagmennska en viðmót allra hlýlegt og afslappað. Get ekki mælt mikið meira með Líf!

SENDU OKKUR SKILABOÐ

    LÍF KÍRÓPRAKTÍK

    Okkar markmið er að hjálpa þér að bæta þína heilsu og vellíðan svo þú öðlist betri lífsgæði.