Hvort sem það er mamma eða pabbi, amma eða afi, eða börnin að þá erum við með kírópraktora hjá okkur sem eru með mikla sérþekkingu í alls konar vandamálum sem geta skert lífsgæði allra aldurshópa.


Við erum með sérþekkingu í meðhöndlun barna, kvenna á meðgöngu og allra stoðkerfisverkja

Verkjalaus og þægilegri meðganga

Því lífið er ánægjulegra fyrir börn sem líður vel

Aukin lífsgæði og verkjalaust líf
Tveggja barna faðir
Fimm barna móðir
Börn
Okkar sýn á heilbrigði og lífsgæði
Við leiðum þig í átt að meiri lífsgæðum og verkjalausu lífi. Því þannig er lífið ánægjulegra og betra fyrir þig og þína. Við hjálpum þér í gegnum verkina og í átt að þeim lífsgæðum sem þú vilt. Það gerum við með ítarlegu og margreyndu ferli sem hefur hjálpað þúsundum íslendinga. Við vitum nefnilega að þegar það kemur að þínum lífsgæðum fyrir þína fjölskyldu að þá erum við rétti staðurinn fyrir þig.
Við byggjum upp hreyfanleika og langtíma styrk fyrir þig með sérsniðnum hreyfiæfingum
Við minnkum verki, spennu og stífleika svo þú getir hreyft þig betur og notið þinna lífsgæða
Viðhöldum árangri og lífsgæðum með reglulegu viðhaldi
Vertu partur af heilbrigðu samfélagi fólks sem hugsar vel um sig og nýtur lífsins eins og þú vilt.
Experience


Við leggjum mikla áherslu á góðar umsagnir frá skjólstæðingum okkar. Þær eru sönnun þess hvernig fólki líður hjá okkur og hversu mikinn mun meðferðin skapar í daglegu lífi þeirra. Umsagnirnar hjálpa öðrum að sjá og skilja hvers vegna við gerum það sem við gerum og þær minna okkur á hversu mikla ábyrgð við berum gagnvart hverjum og einum sem treystir okkur fyrir heilsunni sinni. Við erum þakklát fyrir hverja einustu umsögn því þær segja frá raunverulegri upplifun fólks og það skiptir okkur mestu máli. Hér eru örfáar af þeim mörg hundruð 5 stjörnu umsögnum sem við höfum fengið.
"Fyrsta skipti heill mánuður verkjalaus í 15 ár. Eftir rúman mánuð af slæmum verkjum í bakinu fór ég loksins, en fyrir mér voru bakverkir partur af lífinu en þarna var kvótinn fullur. Í dag gæti ég ekki verið sáttari, verkjalaus og búin að gleyma hvar ég geymi verkjatöflurnar sem voru áður staðalbúnaður í hverju horni eftir bílveltu fyrir 15 árum síðan."
"Bæði ég og tæplega 4.mánaða sonur minn búin að vera með ótrúlegum árangri! Ég festist illa í hálsinum en var orðin alveg góð eftir tvö skipti og sonur minn stífur í hálsinum og efra baki en allt annar eftir örfá skipti."
"Frábær stofa með yndislegu starfsfólki!
Fór með son minn 10 vikna þar sem hann var oft pirraður, svaf mjög illa og átti oft erfitt með að hafa hægðir. Hann vildi alls ekki snúa höfðinu til vinstri, reygði sig aftur á meðan hann grét sárt og trylltist við að vera settur á magann. Hann var fastur í tveimur hryggjarliðum og hægra megin í hálsinum. Strax eftir fyrsta tímann gat barnið slakað á og kúkað án þess að verða eldrauður í framan af rembing. Hann sefur líka mun betur og lengur í einu og er mikið slakari og glaðværari í vöku."
"Ég fór fyrst til Líf Kíró þegar ég var gengin 26 vikur og komin með slæma grindaverki - það slæma að ég var farin að ganga með hækjur. Eftir aðeins einn tíma hjá þeim var ég búin að losa mig við hækjurnar. Ég átti ótrúlega magnaða og náttúrulega fæðingu án allra inngripa og ég trúi því að meðferðin hjá þeim hafi gert gæfumuninn þar. Þau eru mjög fagleg og einlæg í viðmóti. Ég mæli 100% með þeim, sérstaklega fyrir óléttar konur - þau vinna kraftaverk!"
Fyrir þig og þína
Eftirfarandi eru hópar fólks sem við sérhæfum okkur í að aðstoða
Litlir kroppar geta upplifað verki og óþægindi sem þau geta ekki útskýrt sem brýst út í annarri mynd eins og svefnvanda, óværð, gráti, erfiðleika með brjóstagjöf og fleira
Þau geta upplifað verki sem hafa áhrif á hreyfigetu, mynda skekkju, höfuðverk, stífleika og fleira
Grindargliðnun, mjaðmaverkir, mjóbaksverkir og aðrir stoðkerfisverkir en einnig til að líða vel á meðgöngu
Höfuðverkir, hálsverkir, vöðvabólga, mjóbaksverkir, leiðniverkir og fjölskyldur sem vilja lifa heilbrigðu lífi
Á bæði við um fólk í atvinnu íþróttum sem og fyrir alla sem stunda hreyfingu reglulega og vilja hámarka sinn árangur
Vegna spennu höfuðverks, mígrenis, mjóbaksverkja, vöðvabólgu og allra þeirra verkja sem fylgja því að sitja mikið
Skráðu þig á póstlistann okkar og fáðu alla upplýsingar, boð í fría fræðslu fyrirlestra okkar og frían viðtalstíma
Okkar fólk eru sérfræðingar í kírópraktík og nuddi með áratuga reynslu í meðhönldun stoðkerfisvandamála með áherslu á alla fjölskylduna og sérhæfingu í meðhöndlun barna, kvenna á meðgöngu og íþróttafólks.

Við hjálpum við margvísleg vandamál, þar á meðal: Höfuðverki, mígreni, hálsverki, vöðvabólgu, efra baks verki, mjóbaksverki, mjaðmagrindar verki á meðgöngu, verki í öxlum, mjöðmum, hnjám og ökklum, vandamál við brjóstagjöf, svefnavandamál hjá börnum og fullorðnum, verkir og spennu hjá skrifstofufólki, stífleika og alla aðra stoðkerfisverki.
Kírópraktík vinnur með stoðkerfið sem er hryggurinn og taugakerfið. Með mjúkum og nákvæmum hnykkingum leiðréttum við skekkjur og bólgur sem hafa myndast sem dregur úr spennu, bætir hreyfingu, minnkar bólgur og eykur virkni líkamans, sem skilar sér í minni verkjum, betri hreyfingu og meiri lífsgæðum.
Allir sem hafa komið til okkar tala um hvað þetta er miklu minna mál en þau héldu. Flestir upplifa meðferðina sem mjúka, létta og þægilega. Meðferð fyrir ungbörn og óléttar konur er mjög mild og einstaklega örugg. Það sem ber að hafa í huga að hnykking sé alltaf framkvæmd af aðila eins og kírópraktor sem er sérmenntaður í að framkvæma hnykkingu. Það er stór munur á að braka og hnykkja. Varhugavert er að láta aðila sem eru ekki kírópraktorar eða osteopati "braka" í þér.
Margir finna breytingu nánast strax eða innan fyrstu 2–4 vikna.
Samkvæmt okkar reynslu og gögnum finna flestir mun og bestan árangur á 8-12 vikum.
Það fer eftir vandamáli, þörfum, ástandi og markmiðum. Við vinnum yfirleitt með 8–12 vikna meðferðarplön sem samanstanda af 1–3 heimsóknum í viku í byrjun.
Já, sérstaklega hjá okkur, þar sem við notum mjúkar , öruggar og einstaklismiðaðar aðferðir.
Meðferð fyrir ungbörn og óléttar konur er ein mildasta og öruggasta meðferð sem til er og eru okkar kírópraktorar búnir að sækja sér meiri menntun og reynslu í því.


Stay connected and keep your wellness journey on track with our expert yoga practices. Subscribe for the latest updates, exclusive offers, and yoga tips delivered directly to your inbox. Join our community and be part of a transformative yoga experience.
© 2025 Líf Kírópraktík - All Rights Reserved.