Um okkur

Við hnykkjum til að draga úr einkennum stoðkerfisvandamála og leggjum áherslu á alla fjölskylduna með sérhæfingu í meðhöndlun barna, kvenna á meðgöngu og íþróttafólks.

Sagan okkar

Hvernig Líf Kírópraktík

varð til

ÍFörum aftur til haustsins 2015. Ég settist úti í sólinni fyrir framan skólann eftir allra síðasta prófið mitt í kírópraktor námi.

Það var þar sem framtíðarsýn Líf Kírópraktík fæddist og kom einhvern veginn svo skýrt til mín. Ég hafði aldrei pælt í þessu né skrifað niður hvað ég vildi gera eftir allt þetta nám.

Á þessum tíma átti ég ekki skrifstofu, enga meðferðarrými, ekkert teymi og engan pening.
Ég átti bara þessa sýn: að byggja upp stað sem myndi bæta lífsgæði fjölskyldna, barna og einstaklinga með heildrænni, hlýlegri og faglegri nálgun með kírópraktík.

Þegar við opnuðum Líf Kírópraktík í ársbyrjun 2020 hélt fólk að ég væri orðinn vitlaus. Ég leigði stórt rými, stærra en nokkur taldi skynsamlegt fyrir nýja kírópraktorstofu og margir efuðust um að þetta myndi ganga.
En ég vissi nákvæmlega hvert við vorum að fara.
Sýnin var alltaf skýr.

Og á fyrstu fimm árunum höfum við stækkað upprunalegu stofuna okkar í Hlíðasmára og tvöfaldað stærðina, ásamt því að vera fyrsta kírópraktorstofan á Íslandi sem opnar aðra stofu sem er opin alla virka daga. Við höfum þjónustað þúsundir fjölskyldna, fengið til okkar frábært teymi fagfólks sem deilir sömu framtíðarsýn.

Það sem ég skrifaði í bókina mína árið 2015 er orðið að veruleika og meira til.
Sýnin er jafn skýr og hún var í sólinni fyrir utan skólann þann dag.

Við höfum ástríðu fyrir því að hámarka lífsgæði allrar fjölskyldunnar — við erum hér fyrir þig og þína.

10th

Experience

Fólkið okkar

Við kynnum

liðið okkar

Okkar fólk eru sérfræðingar í kírópraktík og nuddi með áratuga reynslu í meðhönldun stoðkerfisvandamála með áherslu á alla fjölskylduna og sérhæfingu í meðhöndlun barna, kvenna á meðgöngu og íþróttafólks.

Vignir Þór Bollason

Kírópraktor

Erna Margrét Grímsdóttir

Framkvæmdastjóri

Kristín Dís Gísladóttir

Móttökustjóri

Kolbrún María Einarsdóttir

Móttaka

Svandís Bolladóttir

Móttaka

Egill Logi Bollason

Kírópraktor á kandídatsári

Diljá Sturludóttir

Kírópraktor

Máni Þór Valsson

Kírópraktor

Snædís Logadóttir

Kírópraktor

Sonja Björk Ingólfsdóttir-Wigington

Kírópraktor

Steinar Aron Magnússon

Kírópraktor

Ólafur Aron

Nuddari

Algengar spurningar

Hér finnur þú svör við

algengum spurningum

Hvaða vandamál hjálpið þið mest með?

Við hjálpum við margvísleg vandamál, þar á meðal: Höfuðverki, mígreni, hálsverki, vöðvabólgu, efra baks verki, mjóbaksverki, mjaðmagrindar verki á meðgöngu, verki í öxlum, mjöðmum, hnjám og ökklum, vandamál við brjóstagjöf, svefnavandamál hjá börnum og fullorðnum, verkir og spennu hjá skrifstofufólki, stífleika og alla aðra stoðkerfisverki.

Hvernig virkar kírópraktík?

Kírópraktík vinnur með stoðkerfið sem er hryggurinn og taugakerfið. Með mjúkum og nákvæmum hnykkingum leiðréttum við skekkjur og bólgur sem hafa myndast sem dregur úr spennu, bætir hreyfingu, minnkar bólgur og eykur virkni líkamans, sem skilar sér í minni verkjum, betri hreyfingu og meiri lífsgæðum.

Er vont að láta hnykkja sig?

Allir sem hafa komið til okkar tala um hvað þetta er miklu minna mál en þau héldu. Flestir upplifa meðferðina sem mjúka, létta og þægilega. Meðferð fyrir ungbörn og óléttar konur er mjög mild og einstaklega örugg. Það sem ber að hafa í huga að hnykking sé alltaf framkvæmd af aðila eins og kírópraktor sem er sérmenntaður í að framkvæma hnykkingu. Það er stór munur á að braka og hnykkja. Varhugavert er að láta aðila sem eru ekki kírópraktorar eða osteopati "braka" í þér.

Hversu fljótt mun ég finna mun?

Margir finna breytingu nánast strax eða innan fyrstu 2–4 vikna.
Samkvæmt okkar reynslu og gögnum finna flestir mun og bestan árangur á 8-12 vikum.

Hversu margar heimsóknir þarf ég að mæta í?

Það fer eftir vandamáli, þörfum, ástandi og markmiðum. Við vinnum yfirleitt með 8–12 vikna meðferðarplön sem samanstanda af 1–3 heimsóknum í viku í byrjun.

Er kírópraktík örugg?

Já, sérstaklega hjá okkur, þar sem við notum mjúkar , öruggar og einstaklismiðaðar aðferðir.
Meðferð fyrir ungbörn og óléttar konur er ein mildasta og öruggasta meðferð sem til er og eru okkar kírópraktorar búnir að sækja sér meiri menntun og reynslu í því.

Stay connected and keep your wellness journey on track with our expert yoga practices. Subscribe for the latest updates, exclusive offers, and yoga tips delivered directly to your inbox. Join our community and be part of a transformative yoga experience.

Information

Image

Address

Hlidasmari 15, Kopavogur Kopavogur 201

Image

Call Us

694 4131

© 2025 Líf Kírópraktík - All Rights Reserved.