UMSAGNIR
MEÐHÖNDLUN Á FULLORÐNUM
Líf án verkja og óþæginda er ánægjulegra. Við hjálpum fullorðnum og unglingum að ná fram þeim lífsgæðum sem þau vilja í lífinu.
Vignir er yndislegur hjálplegur og þæginlegur að vera hjá. Ekki eingöngu hjálpaði hann mér með bílslysameiðslin mín og a meðgöngu heldur tók hann að sér að hjálpa ungabarninu mínu með kveisu og ósamræmi i líkamanum eftir fæðingu. Hann utskyrði vel og upplysti mig um allt sem hann gerði. Mæli endalaust með!
- Karen B.
WEBSTER MEÐHÖNDLUN Á MEÐGÖNGU
Webster tæknin er sérhæfð nálgun á meðgöngu. Hún einblínir á hreyfanleika mjaðmagrindarinnar og liðbanda sem í hana tengjast til að auðvelda meðgöngu og fæðingu.
Byrjaði að mæta til hans á 36 viku á meðgöngu og Vignir alveg bjargaði bakinu og grindinni hjá mér, vil meina að eftir að hafa verið hjá honum hafi það hjálpað alveg rosalega með fæðinguna og hvað ég var fljót að jafna mig eftir fæðingu en var komin á fullt daginn eftir fæðingu!
- María G.
MEÐHÖNDLUN Á BÖRNUM
Við sjáum mikið af börnum á öllum aldri sem koma til okkar vegna ýmissa vandamála. Meðhöndlun þeirra er mjúk og þarf sérstaka nálgun sem Vignir hefur sérhæft sig í. Börnin eru því í öruggum höndum.
Frábær stofa með yndislegu starfsfólki!
Fór með son minn 10 vikna til Vignis þar sem hann var oft pirraður, svaf mjög illa og átti oft erfitt með að hafa hægðir. Hann vildi alls ekki snúa höfðinu til vinstri, reygði sig aftur á meðan hann grét sárt og trylltist við að vera settur á magann. Vignir fann að hann var fastur í tveimur hryggjarliðum og hægra megin í hálsinum. Strax eftir fyrsta tímann gat barnið slakað á og kúkað án þess að verða eldrauður í framan af rembing. Hann sefur líka mun betur og lengur í einu og er mikið slakari og glaðværari í vöku.