UMSAGNIR

MEÐHÖNDLUN Á FULLORÐNUM

Líf án verkja og óþæginda er ánægjulegra. Við hjálpum fullorðnum og unglingum að ná fram þeim lífsgæðum sem þau vilja í lífinu.

Vignir er yndislegur hjálplegur og þæginlegur að vera hjá. Ekki eingöngu hjálpaði hann mér með bílslysameiðslin mín og a meðgöngu heldur tók hann að sér að hjálpa ungabarninu mínu með kveisu og ósamræmi i líkamanum eftir fæðingu. Hann utskyrði vel og upplysti mig um allt sem hann gerði. Mæli endalaust með!​

- Karen B.

Fyrsta skipti heill mánuður verkjalaus í 15 ár. ​Fékk tíma hjá Vigni þegar ég loks fór í að panta tíma hjá kírópraktor eftir rúman mánuð af slæmum verkjum í bakinu, en fyrir mér voru bakverkir partur af lífinu en þarna var kvótinn fullur og í dag gæti ég ekki verið sáttari.Verkjalaus og búin að gleyma hvar ég geymi verkjatöflurnar sem voru áður staðalbúnaður í hverju horni eftir bílveltu fyrir 15 árum síðan.
- Berglind L.
Mæli svo mikið með honum Vigni, Mikill fagmaður í sínu starfi! Bæði ég og tæplega 4.mánaða sonur minn búin að fara til hans með ótrúlegum árangri! Ég festist illa í hálsinum en var orðin alveg góð eftir tvö skipti hjá honum og sonur minn stífur í hálsinum og efra baki en allt annar eftir eitt skipti hjá honum Vigni
- Ásta L.

WEBSTER MEÐHÖNDLUN Á MEÐGÖNGU

Webster tæknin er sérhæfð nálgun á meðgöngu. Hún einblínir á hreyfanleika mjaðmagrindarinnar og liðbanda sem í hana tengjast til að auðvelda meðgöngu og fæðingu.

Byrjaði að mæta til hans á 36 viku á meðgöngu og Vignir alveg bjargaði bakinu og grindinni hjá mér, vil meina að eftir að hafa verið hjá honum hafi það hjálpað alveg rosalega með fæðinguna og hvað ég var fljót að jafna mig eftir fæðingu en var komin á fullt daginn eftir fæðingu!

- María G.

Vignir er frábær kírópraktor! Ég fór fyrst til hans þegar ég var gengin 26 vikur og komin með slæma grindaverki - það slæma að ég var farin að ganga með hækjur. Eftir aðeins einn tíma hjá honum var ég búin að losa mig við hækjurnar. Ég átti ótrúlega magnaða og náttúrulega fæðingu án allra inngripa og ég trúi því að meðferðin hjá Vigni hafi gert gæfumuninn þar. Vignir er mjög faglegur og einlægur í viðmóti. Ég mæli 100% með honum, sérstaklega fyrir óléttar konur - hann gerir kraftaverk!
- Lilja T.
Leitaði til hans eftir mikla verki í mjaðmagrind í kjölfar meðgöngu og sé svo eftir því að hafa ekki byrjað fyrr!!! Hlakka til að halda áfram hjá honum eftir meðgönguna .. nokkuð viss um að hann losni aldrei við mig. Mæli 150% með Vigni hvort sem á meðgöngu eða ekki.
- Andrea R.

MEÐHÖNDLUN Á BÖRNUM

Við sjáum mikið af börnum á öllum aldri sem koma til okkar vegna ýmissa vandamála. Meðhöndlun þeirra er mjúk og þarf sérstaka nálgun sem Vignir hefur sérhæft sig í. Börnin eru því í öruggum höndum.

Frábær stofa með yndislegu starfsfólki!
​Fór með son minn 10 vikna til Vignis þar sem hann var oft pirraður, svaf mjög illa og átti oft erfitt með að hafa hægðir. Hann vildi alls ekki snúa höfðinu til vinstri, reygði sig aftur á meðan hann grét sárt og trylltist við að vera settur á magann. Vignir fann að hann var fastur í tveimur hryggjarliðum og hægra megin í hálsinum. Strax eftir fyrsta tímann gat barnið slakað á og kúkað án þess að verða eldrauður í framan af rembing. Hann sefur líka mun betur og lengur í einu og er mikið slakari og glaðværari í vöku.

- Gurrý B.

Ég kom með 7 mánaða gamla stelpuna mína til Vignis, en hún hafði verið með mikla hægðatregðu í sirka 4-5 mánuði og var mjög óvær og svaf stutt í einu. Læknar voru búnir að segja mér að það þyrfti mögulega að skera hana upp, en enginn hafði fundið út hvað væri að. Eftir 2 tíma hjá Vigni var hún farin að hafa hægðir sjálf án hjálpar og var líka allt önnur á næturna, en hún hafði fram að þessu verið að vakna allt að 10 sinnum á nóttunni og grét mikið. Eftir 3 tíma voru hægðir daglegar og eðlilegar og ég var komin með annað mun hamingjusamara barn.Þetta gjörsamlega breytti öllu fyrir okkur og litla stelpan mín er allt önnur, greyjið var svo vansæl og grét mikið en núna brosir hún allan daginn og líður svo mikið mikið betur !
- Dagný S.
Ég eignaðist 3 barnið mitt í september. Hann svaf aldrei lengur en klukkutíma fyrstu 3 vikurnar. Hann svaf best ef haldið var a honum og virtist líða illa á bakinu. Ég fór með hann til Vignis þegar hann var 6 vikna og beint eftir fyrsta tíma svaf hann ì 7 tíma og næstu daga náði hann lengri svefn í rúmi sínu.
- Áslaug Ó.