Þrjú einkenni sem gefa til kynna að þú gætir þurft kírópraktík

Margir tengja kírópraktík bara við bakverki, en sannleikurinn er sá að líkaminn gefur oft litlar vísbendingar áður en verkurinn skellur á.
Hér eru þrjú einkenni sem þú ættir ekki að hunsa:

1. Stirðleiki á morgnana

Ef þú ert lengi að „rétta úr þér“ á morgnana, t.d. í hálsi eða mjóbaki, getur það bent til stífleika eða hreyfiskerðingar í liðum.

2. Endurtekin verkjahlé sem koma og fara

Ef verkurinn hverfur í nokkra daga og kemur svo aftur, er það merki um undirliggjandi vandamál sem líkaminn nær ekki að leysa sjálfur.

3. Doði eða taugatilfinning út í útlimi

Þegar taugaboð truflast, t.d. vegna klemmda taugar í hálsi eða mjóbaki, getur komið fram doði, náladofi eða kraftleysi í höndum eða fótum.

Ef þú þekkir þessi einkenni er líklegt að kírópraktík geti hjálpað. Með því að koma snemma í skoðun er hægt að koma í veg fyrir stærri vandamál síðar.

Egill Logi Bollason

Kírópraktor