Styttri fæðingartími

Á meðgöngu breytist líkaminn og hormón sem kallast Relaxin veldur því að liðbönd, liðamót og vöðvar mýkjast til að gera líkamanum kleift að teygjast eftir þörfum. Klínískar rannsóknir hafa sýnt okkur að konur sem fara reglulega til kírópraktors á meðgöngunni, upplifa að meðaltali 25-31% styttri tíma í fæðingu. 

Ef þú velur þér kírópraktor sem er búin að sérhæfa sig í meðhöndlun kvenna á meðgöngu, þá mun meðhöndlunin snúa að því að skapa sem mest rými fyrir krílið svo það komi sér í ákjósanlega stöðu fyrir fæðinguna. Við viljum að þau séu í höfuðstöðu, liggi vinstra megin í móðurkviði og svo skorðuð undir lokin. 

Meðhöndlun er því ekki einungis til að létta á verkjum móður, heldur líka til að skapa besta mögulega umhverfi fyrir barnið áður en það fæðist í heiminn.

Ef þú eða einhver sem þér þykir mjög vænt um, vilt vita meira um hvernig kírópraktík getur hjálpað, þá er hægt að bóka frían viðtalstíma hjá okkur hér:

Alexandra Ósk Ólafsdóttir

Kírópraktor