Líkamsstaða

Í hröðum heimi okkar í dag þar sem flestar okkar upplýsingar eru aðgengilegar í tölvu þá erum við byrjuð að sitja meira en líkaminn okkar var hannaður til að gera. Það sem þetta getur valdið er að líkamsstaða okkar versnar með tilheyrandi álagi á líkamann eins og t.d. framstætt höfuð og axlir, verkjum í baki, höfuðverkjum svo eitthvað sé nefnt. Allt getur þetta undið upp á sig og ef ekki er unnið gegn þessu getur þetta haft hvimleiðar afleiðingar á daglegt líf.

Hér eru 5 ráð til að hjálpa við þessu:

1. Stilltu skjáinn þinn í rétta hæð þannig að þú horfir í efri part skjásins en ekki niður á hann

2. Stilltu stólinn þinn þannig að armar styðji við olnboga og hjálpi þér að halda náttúrulegri stöðu 

3. Stattu upp reglulega. Að sitja í marga klukkutíma í senn hindrar almennilegt blóðflæði í líkamanum og við stífnum upp. 

4. Teygðu á þér nokkrum sinnum yfir daginn. Að teygja hjálpar líkamanum að koma blóðflæðinu af stað til þeirra vöðvahópa sem þurfa á því að halda og léttir á. 

5. Stattu við skrifborðið. Þeir sem hafa möguleika á því að standa ættu að gera það í einhvern tíma helst 3 sinnum eða oftar yfir daginn. Það minnkar setuna þannig um munar.

Ef þú eða einhver sem þér þykir mjög vænt um, vilt vita meira um hvernig kírópraktík getur hjálpað, þá er hægt að bóka frían viðtalstíma hjá okkur hér

Steinar Aron Magnússon

Kírópraktor