Kírópraktík skilar bestum árangri þegar hún fer saman með reglulegri hreyfingu. Kírópraktísk
meðferð hjálpar til við að losa um stirða liði og bæta taugaboð á milli líkama og heila. En ef
vöðvarnir í kringum liðina eru stífir, veikir eða vanvirkir, þá er líklegara að vandamálið komi
aftur.
Samspil hreyfingar og kírópraktískrar meðferðar skiptir öllu máli
- Kírópraktík bætir hreyfanleika og losar um stífa liði, hreyfingin heldur þeim virkum og
stöðugum. - Kírópraktík styður við taugakerfið og eykur blóðflæði, hreyfingin viðheldur því og eykur
áhrifin til lengri tíma. - Með því að sameina þessa þætti eykst árangur, minnkar endurkomutíðni og líkaminn nær
raunverulegu jafnvægi.
Við mælum alltaf með léttum styrktaræfingum og hreyfingu samhliða meðferð, hvort sem
það er göngutúr, létt yoga eða markvissar æfingar fyrir viðkomandi svæði.
Egill Logi Bollason
Kírópraktor