Hvernig INSiGHT skanni metur heilsu og starfsemi taugakerfisins
Taugakerfið er undirstaða alls sem við gerum, hugsum og upplifum. Það stjórnar allri innri líkamsstarfsemi, hreyfingum, hugsunum, tilfinningum og hegðun. Ef taugakerfið þitt starfar ekki rétt, getur það haft áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. INSiGHT skanninn sem við notumst við er nýstárleg aðferð sem veitir nákvæmt mat á heilsu og starfsemi miðtaugakerfisins – og opnar nýjar dyr að betri líðan og heilsu fyrir alla fjölskylduna.
Hvað er INSiGHT Scans og hvernig virkar það?
INSiGHT Scans er einfalt tæki sem mælir hvernig taugakerfið starfar. Með því að skanna taugakerfið getum við séð hversu vel það sinnir hlutverki sínu. Taugakerfið hefur þrjú lykilsvið:
1. Skynjunarkerfi (Sensory) – Tekur við upplýsingum frá umhverfinu og skynjar það.
2. Sjálfvirka kerfið (Autonomic) – Stjórnar ómeðvitaðri líkamsstarfsemi eins og hjartslætti og meltingu.
3. Hreyfikerfi (Motor) – Stjórnar öllum hreyfingum.
Þessi kerfi vinna saman til að halda okkur í jafnvægi. Með INSiGHT skanna getum við mælt hvort þessi mikilvægu kerfi eru í jafnvægi eða undir álagi. Þetta mat hjálpar okkur að greina hvort líkaminn sé í viðvarandi “fight or flight” ástandi eða í hvíld og bata. Eftir að við berum saman niðurstöður úr skannanum og stoðkerfisgreiningu, bjóðum við upp á sérsniðna meðferðaráætlun fyrir þig og fjölskyldu þína. Með hverri meðferð mun álag og spenna í taugakerfinu minnka og ró, slökun og aukin hæfni líkamans til að jafna sig mun eiga sér stað. Markmiðið er að færa líkamann úr álagsástandi yfir í ástand þar sem hann getur starfað á heilbrigðan hátt.
Snædís Logadóttir
Kírópraktor