Hálsrígur lýsir sér helst sem verkur og stífleiki í hálsi, sem oft fylgja erfiðleikar við að snúa eða hreyfa höfuðið. Fólk fær helst hálsríg eftir að hafa haft hálsinn í óþægilegri stöðu í lengri tíma og stafar hann þá líklegast af vöðvaþreytu. Þetta gerist oftast vegna venjulegra starfa, til dæmis ef bograð er lengi yfir skrifborð, ef unnið er við tölvuskjá sem er of hátt eða of lágt stilltur eða eftir að hafa lesið lengi, horft á sjónvarp eða sofið í óþægilegri stellingu.
Það sem líkaminn gerir þegar eitthvað svæði eða liðir eru undir of miklu álagi er að hann býr til bólgur til að vernda svæðið. Ef þessi bólga verður krónísk og fer að festast í sessi getur líkaminn farið í frekari varnarstöðu og vöðvakerfið læsist upp.
Með að losa um þessa liði sem eru fastir hjálpum við líkamanum að losa þessar bólgur. Stífleiki í vöðvunum er afleiðing af þessari læsingu í hálsinum þannig við þurfum fyrst og fremst að losa um það svæði og tryggja að allt hreyfist vel.
Ef þú eða einhver sem þér þykir mjög vænt um, vilt vita meira um hvernig kírópraktík getur hjálpað, þá er hægt að bóka frían viðtalstíma hjá okkur hér:
Máni Þór Valsson
Kírópraktor