Börn og kírópraktík – algengar ástæður

Foreldrar leita alltaf bestu leiða til að tryggja heilsu og vellíðan barna sinna. Að því leiti er það í vaxandi mæli sem foreldrar koma með börnin sín til okkar á Líf Kírópraktík. 

Þessi milda og nákvæma nálgun getur verið mjög áhrifarík fyrir ungabörn og eldri börn og stuðlað að betri hreyfiþroska og betri líðan. Þess vegna hefur það aukist til muna að foreldrar leiti með börnin sín til okkar því umsagnirnar og öll börnin sem við höfum nú þegar hjálpað tala sínu máli. 

Hér eru nokkrir af algengustu ástæðum fyrir því að foreldrar koma með börnin sín til okkar:

1. Betri svefn

Ungabörn eiga oft í erfiðleikum með óreglulegt svefnmynstur, sem getur haft áhrif á bæði barnið og foreldra.

Mild og nákvæm nálgun kírópraktora okkar geta hjálpað til við að draga úr óþægindum sem geta truflað svefn barna t.d. eftir erfiðar fæðingar, inngrip eins og sogklukku eða önnur inngrip í fæðingu, kveisa og bakflæði. Með því að vinna með stoðkerfið og taugakerfið þá getum við aðstoðað ungabörn til að sofa betur og lengur, sem stuðlar að betri hvíld og lífsgæðum allra í fjölskyldunni.

2. Sterkara ónæmiskerfi

Sterkt ónæmiskerfi er mjög mikilvægt fyrir ungabörn til að verja sig gegn sjúkdómum og sýkingum. Þess vegna er til að mynda brjóstamjólk svo mikilvæg. 

Taugakerfið okkar stjórnar hins vegar ónæmissvörun líkamans og það er mín reynsla að vandamál í stoðkerfi og taugakerfi geta haft áhrif á ónæmiskerfi barna. Kírópraktor meðhöndlun hjálpar að tryggja að taugakerfið virki sem best sem getur styrkt ónæmiskerfi barnsins og hjálpað því að vera heilbrigðara.

3. Minni kveisu og meltingarvandamál

Kveisa og meltingarvandamál eru algeng hjá ungabörnum og valda óþægindum og vanlíðan hjá þeim. 

En hvað er kveisa? Kveisa er í raun íslenskt orð yfir barn sem grætur mikið og líður ekki vel. Mörgum foreldrum er sagt að þetta “vaxi” af börnunum en mín reynsla er alls ekki sú. Þessir foreldrar sækja til okkar í miklu mæli og lang lang oftast getum við aðstoðað börnin þeirra. 

Því börn sem gráta og líður illa – það er eitthvað að trufla þau! Það er bara þannig. Þess vegna er mikilvægt að finna út hvað veldur því og í flestum tilfellum er það eitthvað sem við höfum getað hjálpað börnum með. 

4. Betri hreyfiþroski

Réttur hreyfiþroski er mikilvægur á fyrsta ári lífsins þar sem ungabörn ná ýmsum líkamlegum markmiðum sem eru grunnurinn að lífi þeirra. Hreyfiþroski getur til dæmis haft áhrif á þroska heilans þar sem heilinn örvast meira eftir því sem barn getur hreyft sig meira og skynjað umhverfi sitt. 

Meðhöndlun hjá kírópraktor hefur áhrif á taugakerfið sem gegnir mikilvægu hlutverki í hreyfifærni og samhæfingu. Regluleg meðhöndlun getur því stutt við tauga- og líkamlegan þroska sem hjálpar til við að ná svokölluðum tímamóta markmiðum eins og að velta sér, setjast upp og skríða.

5. Léttir á áverkum frá fæðingu

Fæðingarferlið getur verið mjög líkamlegt fyrir ungabörn og valdið skekkju eða misræmi í hryggnum sem er mögulega ástæða fyrir þeirra vandamálum.

Mjög svo mildar og nákvæm meðhöndlun getur hjálpað til við að leiðrétta þessa áverka sem urðu í fæðingu og stuðlað að betri líkamlegum þægindum og dregið úr mögulegum langtíma vandamálum sem stafa af þessu.

6. Brjóstagjöf

Erfiðleikar við brjóstagjöf geta verið mikið áhyggjuefni fyrir marga nýja foreldra og haft áhrif á bæði móður og barn.

Álag í hálsi og efra baki geta haft áhrif á getu barnsins til að taka brjóstið rétt. Einkenni sem við getum hjálpað með er til dæmis: 

þegar börn taka brjóst illa, sérstaklega ef barn tekur brjóst vel öðru megin en ekki hinu megin
börn sem slíta sig gjarnan frá og ná ekki ró á brjósti
börn sem þurfa að vera í fótbolta stellingu öðru megin
börn sem leita bara með höfuðið í aðra áttina
börn sem eru föst með höfuðið of mikið hallað fram (hakan ýtist niður í bringu eða inngripum eins og sogklukku var beitt í fæðingu) 

Meðhöndlun hjá sérlærðum kírópraktorum okkar getur tekið á þessum vandamálum og mögulega bætt úr og gert brjóstagjöf ánægjulegri, bæði fyrir móður og barn.

Ef þú ert að íhuga að koma með barnið þitt til okkar þá endilega hafðu samband við okkur og við setjum upp frían viðtalstíma fyrir þig með einum að barna kírópraktorum okkar til að athuga hvernig við getum aðstoðað þig og barnið þitt. 

Umsagnir

„Við fórum með dóttur okkar, þá 14 mánaða, til bæði Vignis og Alexöndru vegna svefnvandamála. Þau voru frábær og sáu strax hvað gæti verið að hrjá hana. Barnið fór í fyrsta skiptið að sofa vel á næturnar og taka lengri lúra á daginn!“  

„Ég fór með 5 vikna gömlu stelpuna mína til Vignis vegna verkja í líkama og ungbarnakveisu. Þvílíkur munur! Hún byrjaði að sofa mun betur á daginn og “kveisugráturinn” minnkaði töluvert! Vignir hefur gert kraftaverk! og mögulega bjargað geðheilsu okkar foreldrana 🙂
Ég mæli innilega með Líf Kíró fyrir ungabörn.“
 
„Ég fór með 2 mánaða son minn til Vignis vegna baklæðis. Sonur minn var að sofa mjög illa, var næstum því alltaf grátandi og vildi ekki að liggja á bakinu. Var mjög pirraður í bilstólnum eða barnakerru. Eftir 2 tíma við sáum mjög mikil mun á honum. Eftir 3 tíma hann var annað barn. Núna liggur hann á bakinu, sefur miklu betra og er mjög rólegur. Hann er ekki lengur með bakflæði. Ég er mjög mjög þakklát. Þetta bjargaði okkur.“
 
Ég fór með stelpuna mína aðeins 3 mánaða til Alexöndru. Hún var mjög stíf, átti erfitt með að lyfta höfði á maganun og vildi aldrei vera í fangi. Ég var smeik við þetta fyrst en Alexandra er einataklega lagin með börn og leiðbeinir manni vel í gegnum allt ferlið.

Ég á ekki til orð hvað er mikill munur á dóttir minni eftir 1,5 mánuð. Hún bjargaði henni alveg, er mun liðlegri og finn að henni líður miklu betur. Mæli einstaklega vel með að kíkja með krílin ykkar á Líf Kírópraktík til Alexöndru.“ 

Fórum með 4 mánaða strákinn okkar til Vignis, ótrúlega vinalegt og fagmannlegt viðmót. Eftir þrjá tíma sáum við mikinn mun á stráknum og þá sérstaklega hvað honum líður miklu betur í bílstólnum sínum 🙏🏼“ 
 
Fór með strákinn minn þegar hann var 7 vikna til kírópraktors, því hann átti erfitt með að snúa hausnum til vinstri og taka hægra brjóstið, og hann var með magakveisu á kvöldin og átti erfitt með að sofna. Sá mikinn mun á honum eftir að hann byrjaði að mæta til Vignis, gengur betur að snúa hausnum til vinstri og honum leið betur af kveisunni og gékk betur að sofna.“
 
Við fórum með báða syni okkar til Vignis annan vegna hægðatregðu sem hann sagði mér svo að tengdist því að hann væri ekki farinn að ganga (18 mánaða) og aðeins tveimur tímum síðar tók hann fyrstu skrefin sín! Og svo yngri strákinn okkar (4 mánaða) vegna þess að hann var alltaf svo stífur og leitaði bara með höfuðið í aðra áttina, nokkrum dögum eftir fyrsta tíman sáum við mun og hann var farinn að velta sér yfir á magann frá báðum hliðum, núna eftir annað skiptið þá er hann alls ekki eins stífur og maður sér mikinn mun. Topp þjónusta og alltaf hlýjar móttökur!“

Vignir Þór Bollason

Kírópraktor