Kírópraktík og íþróttafólk

Mikið af íþróttafólki er farið að bæta kírópraktík við teymið sitt til að ná að hámarka árangur sinn. Aðalástæðan felst í því að meðferðin getur bæði reynst fyrirbyggjandi fyrir meiðsli, ásamt því að geta flýtt fyrir endurheimt eftir meiðsli ásamt öðrum kostum.


Þetta eru helstu ástæður þess að íþróttafólk ætti að íhuga að bæta kírópraktor við teymið sitt:

 

 

  • Kírópraktík getur hjálpað til að draga úr verkjum eftir meiðsli, vöðvaójafnvægi eða ofnotkun.
  • Kírópraktik hjálpar til að liðka upp svæði og auka hreyfigetu liðamóta sem eiga það til að stífna upp við mikið álag.
  • Líkami sem er í stakk búinn fyrir átök er ólíklegri til að verða fyrir meiðslum í samspili vöðva og liðamóta.
  • Við aukið blóðflæði til vöðva og liðamóta getur það stuðlað að hraðari endurheimt.

 

Hugsum vel um líkamann okkar þegar við leggjum mikið álag á hann. Ef þú heldur að kírópraktík geti hjálpað þér er núna hægt að panta frían viðtalstíma með að smella á hnappinn hér fyrir neðann.

Steinar Aron Magnússon

Kírópraktor